Vatnaskil í veiðistaðalýsingum - new approach

Fullkomin lýsing á veiðistöðum í Selá í Vopnafirði

- A detailed pool by pool description of the Sela -

 

 

Óhætt er að segja að með útgáfu nýrrar veiðistaðalýsingar á Selá í Vopnafirði hafi verið brotið blað í útgáfu veiðikorta og veiðistaðalýsinga hérlendis.

Ekki er um hefðbundið veiðikort að ræða eins og veiðimenn þekkja vel heldur er frekar hægt að tala um litla handhæga bók sem inniheldur allt sem veiðimenn þurfa til að njóta Selár eins og best verður á kosið.

Höfundur bókarinnar er Árni Geir Pálsson sem þekkir Selá vel eftir veiði undanfarinna ára. Bókin hefur að að sjálfsögðu að geyma hefðbundið veiðikort af ánni en þar fyrir utan fá allir helstu veiðistaðir heila síðu í bókinni. Á þessari síðu er veiðistaðnum lýst nákvæmlega og birt er línurit af meðalveiði viðkomandi veiðistaðar síðastliðin þrjú ár. Síðast enn ekki síst er á hverri síðu ljósmynd og teikning af veiðistaðnum sem fjallað er um. Á ljósmyndina er búið að teikna hvernig best sé fyrir veiðimanninn að kasta flugunni til þess að hámarka árangur sinn. Á teikningunni eru síðan legustaðir laxanna sýndir og helstu kennileiti. Á hverri opnu er síðan pláss fyrir veiðimann til að skrifa sínar athugasemdir.

Við gerð veiðistaðalýsingarinnar leitaði Árni Geir álits hjá þrautreyndum veiði- og leiðsögumönnum sem þekkja Selá í þaula. Helst má þar nefna, Vigfús Orrason, Gísla Ásgeirsson, Orra Vigfússon, Sigfinn Mikaelsson og Svein Björnsson ( Denna).

Veiðilýsingin er í PDF formati og hægt að nálgast með því að smella hér! - Here is a detailed pool by pool description of the Sela!

USEFUL INFORMATION ABOUT FISHING IN ICELAND